Lífríkið í sjónum við Ísland

 

Ótrúleg upplifun! Mögnuð skemmtun og mikill fróðleikur!

Myndbandsupptökur Erlendar Bogasonar úr lífríki sjávarins við Ísland kalla á sterk viðbrögð áhorfenda.

Myndböndin, tuttugu talsins, voru frumsýnd á Fiskideginum á Dalvík 2014.

Hér eru svipmyndir og smásögur úr sjónum; um ástir þorska, vináttu Stefaníu steinbíts og Erlendar kafara, um varnarsamstarf ýsuseiðis og marglyttu og margt margt fleira.

Erlendur naut stuðnings Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum við verkefnið og ókeypis kynningu þess á Dalvík og gagnvart almenningi hér Strýtuvefnum. Hann hefur fengið stuðning til að halda áfram verki sínu við að mynda lífríki hafsins og segja sögur úr sjónum.

Myndböndin

    1. Varnir Dýranna
      – ótrúlegur heimur hafsins; svipmyndir úr nokkrum af myndböndundum tuttugu.
    2. Þorskurinn frá hrygningu
      – lífverur sjávarins verjast óvinum sínum með eiturgöddum eða einfaldlega með því að renna saman við umhverfi sitt.
    3. Þaraskógarnir
      – heimsókn á „fæðingardeild” í Þistilfirði þar sem þorskur hrygnir.
    4. Svamparnir
      – í hitabeltislöndum eru litríkur frumskógur. Í sjónum við Ísland er litríkur þaraskógur.
    5. Sumar og vetur
      – frumstæðar lífverur, litríkar og ólíkar að lögun.
    6. Steinbíturinn Stefanía
      – mikill munur er á umhverfinu neðansjávar eftir árstíðum rétt eins og á landi.
    7. Sænetla
      – sagan um einstakt vináttusamband Erlendar kafara og Stefaníu steinbíts. Eiginlega er þetta ástarævintýri!
    8. Ríki krabbanna
      – sæfíflar eru litfagrir en bregðast hart við áreiti. Kafarinn varð að vara sig …
    9. Rauðmaginn á Hrognakletti
      – hér segir af sérkennilegu sambýli og heimilishaldi hjóna, rauðmaga og grásleppu.
    10. Óvenjulegir vinir
      – ýsuseiði nota brennimarglyttur til að skýla sér fyrir óvinum í sjónum. Þetta vinasamband kemur sannarlega á óvart.
    11. Krókar, net og náttúran
      – krókur í þorskkjafti og grásleppa flækt í netaafgang.
    12. Kóngar í sjónum
      – veröld beitukóngsins er kóngsríki á hafsbotni.
    13. Hvernig virkar net?
      – getur þorskur lært að varast net í sjónum? Kannski. Við höfum alla vega vísbendingu um að þorskar séu engir þorskhausar …
    14. Fiskarnir vinir mínir
      – er unnt að gera fiska í sjónum hænda að sér? Já! Sjáið bara þegar þeir éta úr lófa Erlendar kafara.
    15. Fiskar í vörn
      – hluti lífsbaráttunnar í sjónum er að kunna að verjast, sýna tennur eða skipta litum.
    16. Elsta dýr jarðar
      – elsta lifandi dýr jarðar fannst við Ísland – kúfskel sem „fæddist“ við Grímsey áður en Svartidauði geysaði á Íslandi.
    17. Eitruð Fegurð
      – bertálknar eru flagð undir fögru skinni, fagrir á að líta en eitraðir. Menn skyldu ekki klappa þeim berhentir og því síður bragða á þeim.
    18. Byrjun lífs á jörðu
      – heitar lindir á hafsbotni, strýtusvæðið í Eyjafirði.
    19. Ástir þorska í Þistilfirði
      – þorskar í gríðarstórum torfum og einstæð upptaka af hrygningaratferli þorsks í náttúrulegu umhverfi.
    20. Arnarnesstrýturnar
      – stórfengleg náttúrusmíð á botni Eyjafjarðar, myndast þar sem heitt vatn streymir upp úr hafsbotni og hittir fyrir kaldan sjóinn.