Við kortlagningu á botninum norðan við sandgerðisbótina á Akureyri kom í ljós skipsflak á 20 metra dýpi. Kafararnir Erlendur Bogason, Gunnar Agnar Vilhjálmsson og Tómas Pálmi Pétursson köfuðu niður að flakinu 18.08.2009. Samkvæmt heimildum sem Gústaf Njálsson hefur eftir föður sínum er hér um að ræða norska gufudamparann Bláhval sem var sökkt á þessum slóðum á árunum 1930-1940. Miðað við lýsingar Gústafs á skipinu getum við staðfest að svo sé en Bláhvalur er um 26 metra langur og um 6 metra breiður. Bláhvalur er timburskip en járnklæddur að hluta. Skyggni var lélegt á 20 metra dýpi eða um 2 metrar.