One thought on “Preview from a German documentary about Strýtan

  • Ólafur G. Sigurðsson

    Frábært að heyra af þessum ævintýraheimi hjá þér. Það fer um mann hrollur inn í merg og bein og frumukjarna þegar maður leiðir hugann að því hvað mikið af heilu dásamlegu vistkerfunum er búið að eyðileggja hér á undanförnum árum með risa-togara-brjálæðinu, þegar menn hafa verið að draga nokkra rúnta bara með hleruum og lengjunni eins og risajarðýtur. Svo er trollnetinu skellt undir þegar búið er að mölva allt og brjóta. Hvar eiga þessir veslings fiskar að eiga sér skjól til að fjölga sér og dafna í friði þegar hvert vistkerfi þeirra á fætur öðru er eins og eftir kjarnorkuárás og tekur fleiri hundruð ár að jafna sig. Nútíma “ryksugur” með 12.000 – 15.000 hestöfl og öll nútímans refeindatæki eru að fiska að jafnaði minna en gamlir síðutogarar með 500 – 800 hestöfl gerðu hér fyrir nokkrum áratugum. Svo eru menn að leyfa sér að kalla þessa eyðileggingarstefnu HAGRÆÐINGU. Ég vona innilega að þú finnir sem flest svæði allt í kringum landið sem enn eru “lifandi”. Hvorki sjávarútvegsráðherra né umhverfisráðherra geta skorast undan friðun á stórum svæðum, Þegar myndir á við þínar o.fl., fá að tala sínu máli. Næg ástæða til friðunar ætti raunar að vera að styðjast við sjókort og jarðfræði- og eldfjalla rannsóknir, sem leiða líkur að því að á þessu og hinu svæðinu séu hraunmyndanir og/eða hverasvæði sem “gætu” verið einstök sem vistkerfi. Það er frábært að þú skulir vera að sinna þessu af alúð og ástríðu og algjörlega ómetanlegt að það hafi náðst að byrja að friða eitthvað af svæðum áður en allt var eyðilagt. Sem betur fer voru “Risatogdrekarnir” ekki komnir þegar menn voru að “dansa” með rækjutrollin inn á milli hóla og niður í hraunbolla allt í kringum Kolbeinseyna. Þetta gerðu menn miskunnarlaust þegar tregt var á öðrum slóðum, jafnvel þótt vitað væri að aldrei var nema smárækju (sem unnin var með tapi) að hafa á Kolbeinsey. Ég held að það sé rétt hjá mér að þrátt fyrir áratuga fátæktarbasl, þá hafi Brasilía alltaf haldið fast við bann við togveiðum í sinni fiskveiðilögsögu. Kannski þarf íslenskt lífríki að fá stuðning frá þýskum (eða öðrum erlendum) sjávarlíffræðingum til þess að einhverjir aðrir en “Togaramafían” og málaliðar hennar hjá Hafró, nái eyrum ráðamanna, um mikilvægi þessara svæða í hafinu fyrir land og þjóð. Gangi þér sem allra best og finndu sem mest af svæðum og sendu bara fleiri og fleiri og fleiri ábendingar um nauðsyn friðunar á ákveðnum svæðum, til viðeigandi yfirvalda. Með vinsemd og mikilli virðingu, Ólafur G. Sigurðsson.

Comments are closed.